Fór í myndatöku um daginn, hélt að ég myndi deyja! En tókst einhern veginn að lifa það af. Finnst svona "head shots" mega asnalegt og ætlaði mér ekki að láta undan, ég er algjör aumingi.
Mér var skipað að fara og sagði bara já og amen, líkt heilaþveginn hvolpur. Studíóið er staðsett í Beverly Hills, sem er svo sem ekkert svo langt í burtu frá mér, ef ég væri á bíl! En enginn bíll þessa vikuna og strætókerfið hérna er ömurlegt, tók mig án gríns þrjá og hálfan tíma að komast þangað.
Komst þangað samt á endanum! Þreytt og hrædd, enda hræðist ég myndatökur meira en allt. Herra Guy (í alvörunni það er nafnið hans!) var svo sem voða indæll, en vildi samt að ég hefði fengið mér nokkur staup fyrir komu mína þangað. Það hefði kannski auðveldað margt.
Myndatakan sjálf tók endalaust langan tíma, eða það fannst mér. Svo var að komast til baka, til Sherman Oaks, reyndi að muna hvernig ég komst þangað til að byrja með..já þetta var í fyrsta skiptið sem ég tók strætó. Þarna var ég samt með leiðbeiningar að stúdíóinu en engar aftur heim. Fokk! Ákvað að reyna fara bara sömu leið til baka, endaði með því að ég var kominn til Santa Monica öðru nafni West Hollywood, ein seint að kvöldi.
Hringdi heim og fékk vinnufélaga leiganda minns til að koma sækja mig, sem tekur nokkuð langan tíma á þessum tíma. Og þar sem mér var ískalt ákvað ég að finna kaffihús en það voru engin. Eingöngu barir, gay barsir Endaði á svaka trúnó með fimmtugum homma, eftir aðeins og marga kokteila. Fram vegis fer ég bara á gay bari!