Sunday, December 16, 2007

EPLI-EPLI-TÚRTAPPI

Þetta er grínfræði!
Þríbura reglan:

Grín kemur í þrennum! - þetta er staðreynd ekki reyna að efast hana!

DILDÓ-DILDÓ-SOKKUR

Fyrst þarf að skapa mynstur, svo að litli bróðir nái því, loks ber að brjóta það.

Mynstur= tveir hlutir í röð sem hafa auðsýnilega eitthvað sameiginlegt.

#1 SKYNSEMI ER EKKI FYNDINN!

Til að vera fyndinn þarf að gefa vitlaust svar.

mynstur(tvennt líkt í röð=epli, appelsína) plús brotið munstur (epli, appelsína, kafbátur) samasem þrennu reglan.

fyrstu kennslustund er lokið. ætlast er til þess að fróðleikur þessi verði lagður á minnið og stundaður í tíma og ótíma, próf verða lögð fyrir án nokkurs fyrirvara. !

Thursday, December 13, 2007

síðasta bónorðið


Stúlkann, kjánalega klædd að vanda, með tónlist í eyrum - já, björgvin halldórs. Labbar ein eftir strætinu, sæl og glöð enda að hlusta á BÓ. Á miðri leið sinni heim, verður stúlkan vör við að ansi huggulegur ungur herra maður á hvítum, endurtek HVÍTUM ferrarí stoppar á MIÐRI götunni, stígur út og segir við stúlkuna

"what would you say if I asked you to marry me?"

stúlkunni bregður ekkert sértaklega mikið við þetta enda orðinn vön öllu mögulegu eftir komu sína til Platheima/Hollywood.
Svo hún segir

"well, isn´t that a bit forwarded?

ókunnugi glæsiherrann:

"I can take you out for dinner first"

nú er stúlkunni first brugðið, skildi maðurinn vera meira en lítið skrítinn? hugsar hún með sér, vill þó ekki og þorir ekki að vera ókurteis.

"Would it not be ehh.... more ehh.. normal ehh.. to ask my ehh.. about my ehh.. name before proposing?"

samræðurnar halda áfram á þennan veg, til að gera langa sögu stutta, tók stúlkan við nafnkortinu hans og gaf honum símanúmerið sitt eftir langt og pirrandi suð. Daginn eftir hringir maðurinn, ekkert að bíða með eitt eða neitt, stúlkan segir honum þó að hún hafi nú ekkert sérstaklega mikinn tíma og að henni finnist þetta allt pínu skrítð reyndar aðeins meira en svo. Hún endar þó með að fara með honum út að borða, hugglegur drengur - huggulegur veitingastaður, huggulegur bíll, huggulegt kvöld.

Eftir hið fyrsta og síðasta stefnumót, huggulega herrans og stúlkunnar.

"So will you say yes?"

"Heee? are you not kidding?"

"No, I´m not! What do you say?"

"I don´t know you, I can´t, what? ehhh.. I´m sorry, I can´t say yes"

"I thought you believed in love!"

"I do, I just can´t see how you can love, I mean truly love somebody with out even knowing them a little bit, I´m sorry"

"okay, do you want to see my again?"

"I don´t, I think not... but thank you for a lovely dinner, bye"

Ungi herran var meira en lítið ósáttur við ungu stúlkuna enda yfirgaf hún hann á kirkjuþrepunum, eða svo virtist vera þar sem allt var eitthvað svo ofur dramatískt.

Tuesday, December 11, 2007

einu sinni á laugardagskeldi


Helgin var ógeðsleg að vanda, byrjaði laugardaginn á afrísku matarboði, sem innhélt eitthvað stórfurðulegt, plantín og kjúklíng. og hrísgrjón..framandi!

Þar voru kjánirnir frá TVI, ætlaði mér auðvitað ekki að drekka en vegna hópþrýstings skellti ég mig þó nokkrum plastglösum. Þegar ég hafði borðað á mig gat og rúmlega það, ákvað ég að skreppa á sunset strippið með amerísku leikarafélögunum mínum. Yfirgaf því greyið vini mína, enda þekkt fyrir það. Og hoppaði upp í (langar að segja ferraríinn eða eitthvað því um líkt) ahh veit ekki einu sinni hvaða tegund það er, bara eitthvað drasl.

Fórum á klúbb sem kallaður er saddle rangch,þar hitti ég hann herra tarantino, hann var krasí fullur og var að borða andlitið af þó nokkuð hugglegri snót. Stærsti lífvörðurinn hans gaf mér rósir nokkrar. jeij!

Þetta kvöld væri líklegast ekki frásögu færandi hefði ég í fyrsta lagi ekki óvart kveikt í plastbakka og félaga mínum kennt um heimsku þjónsins að skilja bakkan eftir við hliðina á varðeldi. Já þetta er svona kúreka grín staður! Og í öðru lagi fyrir að ég já snillingurinn ég samþykkti að fara upp á vélrænnt naut, sem kastaði hverjum kúrekanum/heimskingjanum af eftir öðrum. En viti menn, hverjum tókst að sitja allan tíman þrátt fyrir snúninga og hristinga og kjánalega reglu sem bannar manni að halda með meira en annari hendi. Svo ég vann flösku af wisky, sem var ömurlegt þar sem ég má ekki fá svoleiðis.

Þriðja lagi ég byrjaði með homma svo nú er ég löggildur hommi.

og já í fjórða og síðasta, sætasta stelpan og barnum, fáránlega hott, kemur upp að mér og segir "I really liked watching you on the bull, you looked very hot" ég:"ehh, thank you,ehh I like your dress" ógeðslega mega hott gellan: "I would love to give you my phone number but I guess you don´t want it" hehe..

Monday, November 26, 2007

Myndatakan..





Fór í myndatöku um daginn, hélt að ég myndi deyja! En tókst einhern veginn að lifa það af. Finnst svona "head shots" mega asnalegt og ætlaði mér ekki að láta undan, ég er algjör aumingi.

Mér var skipað að fara og sagði bara já og amen, líkt heilaþveginn hvolpur. Studíóið er staðsett í Beverly Hills, sem er svo sem ekkert svo langt í burtu frá mér, ef ég væri á bíl! En enginn bíll þessa vikuna og strætókerfið hérna er ömurlegt, tók mig án gríns þrjá og hálfan tíma að komast þangað.

Komst þangað samt á endanum! Þreytt og hrædd, enda hræðist ég myndatökur meira en allt. Herra Guy (í alvörunni það er nafnið hans!) var svo sem voða indæll, en vildi samt að ég hefði fengið mér nokkur staup fyrir komu mína þangað. Það hefði kannski auðveldað margt.

Myndatakan sjálf tók endalaust langan tíma, eða það fannst mér. Svo var að komast til baka, til Sherman Oaks, reyndi að muna hvernig ég komst þangað til að byrja með..já þetta var í fyrsta skiptið sem ég tók strætó. Þarna var ég samt með leiðbeiningar að stúdíóinu en engar aftur heim. Fokk! Ákvað að reyna fara bara sömu leið til baka, endaði með því að ég var kominn til Santa Monica öðru nafni West Hollywood, ein seint að kvöldi.

Hringdi heim og fékk vinnufélaga leiganda minns til að koma sækja mig, sem tekur nokkuð langan tíma á þessum tíma. Og þar sem mér var ískalt ákvað ég að finna kaffihús en það voru engin. Eingöngu barir, gay barsir Endaði á svaka trúnó með fimmtugum homma, eftir aðeins og marga kokteila. Fram vegis fer ég bara á gay bari!

Saturday, November 24, 2007

Hin fyrsta þakkargjörðarhatið.


Löng helgi, hálf lömuð, enda bæði útblásinn og símalaus...Þakkargjörðarhátíð eða "thanksgiving" líkt og kaninn kallar það var núna síðastliðinn fimmtudag. Risa matarboð heima hjá mér, mest megnis pólverjar, nokkrir ameríkanar og örfáir íslendingar. Var eitthvað búinn að vera stressa mig á þvi að elda kalkúninn sem reyndis svo talsvert minna mál en ég hafði áætlað sökum þess að allt í Ameríkunni er hálftilbúið, þarf varla að hita hlutina. Inn í mikró, hókus pókus - steikinn er tilbúinn elskan!

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég stórgölluð og má ekki/ get ekki fengið hina ýmsu hluti., líkt og mjólkurvörur, glútein sem er náttúrulega í öllu, fisk, næstum allar sjávarafurðir, ákveðinn krydd og svona gæti ég lengi haldið áfram. Snillingurinn ég ákvað að gleyma þessu í einn dag, halda almennilega áthátíð í tilefni fjöldamorða indjánanna.

Jú, jú, fæ mér bara vel á diskinn, kalkún, skinku, fyltan kalkún, sætarkartöflur, grænmeti, salat, öðruvísi kartöflur, trönuberjasósu, brúna sósu, ofnabakaðar kartöflur ofl. drasl. Innan við átta mínutum eftir að hafa sest niður og byrjað á kræsingunum, bólgnar ungfrúin á met tíma, fær eitt geimveru barn(sirka 6 mánaða meðgöngutíma á minna en mín) Afsakar sig og er ælandi það sem eftir er kvöldsins...krúttlegt!