Thursday, December 13, 2007

síðasta bónorðið


Stúlkann, kjánalega klædd að vanda, með tónlist í eyrum - já, björgvin halldórs. Labbar ein eftir strætinu, sæl og glöð enda að hlusta á BÓ. Á miðri leið sinni heim, verður stúlkan vör við að ansi huggulegur ungur herra maður á hvítum, endurtek HVÍTUM ferrarí stoppar á MIÐRI götunni, stígur út og segir við stúlkuna

"what would you say if I asked you to marry me?"

stúlkunni bregður ekkert sértaklega mikið við þetta enda orðinn vön öllu mögulegu eftir komu sína til Platheima/Hollywood.
Svo hún segir

"well, isn´t that a bit forwarded?

ókunnugi glæsiherrann:

"I can take you out for dinner first"

nú er stúlkunni first brugðið, skildi maðurinn vera meira en lítið skrítinn? hugsar hún með sér, vill þó ekki og þorir ekki að vera ókurteis.

"Would it not be ehh.... more ehh.. normal ehh.. to ask my ehh.. about my ehh.. name before proposing?"

samræðurnar halda áfram á þennan veg, til að gera langa sögu stutta, tók stúlkan við nafnkortinu hans og gaf honum símanúmerið sitt eftir langt og pirrandi suð. Daginn eftir hringir maðurinn, ekkert að bíða með eitt eða neitt, stúlkan segir honum þó að hún hafi nú ekkert sérstaklega mikinn tíma og að henni finnist þetta allt pínu skrítð reyndar aðeins meira en svo. Hún endar þó með að fara með honum út að borða, hugglegur drengur - huggulegur veitingastaður, huggulegur bíll, huggulegt kvöld.

Eftir hið fyrsta og síðasta stefnumót, huggulega herrans og stúlkunnar.

"So will you say yes?"

"Heee? are you not kidding?"

"No, I´m not! What do you say?"

"I don´t know you, I can´t, what? ehhh.. I´m sorry, I can´t say yes"

"I thought you believed in love!"

"I do, I just can´t see how you can love, I mean truly love somebody with out even knowing them a little bit, I´m sorry"

"okay, do you want to see my again?"

"I don´t, I think not... but thank you for a lovely dinner, bye"

Ungi herran var meira en lítið ósáttur við ungu stúlkuna enda yfirgaf hún hann á kirkjuþrepunum, eða svo virtist vera þar sem allt var eitthvað svo ofur dramatískt.

6 comments:

beggipopp said...

Sísí!!!!!
Þarna ertu. Auðvitað kemurðu í heimsókn. Anytime. Hlakka til að hitta þig og fá fréttir af þér.
Bergur

OlgaMC said...

hehe, frábært. og ef ég þekki þig rétt þá trúi ég að þetta hafi gerst í alvöru, þú ert svo mikill don juan. eða mig minnir að hann hafi heitið það. varstu kannski að skoða myndina sem ég gaf þér í kveðjugjöf? mig er farið að hlakka til að sjá þig. fannst svo asnalegt samt að vera þessi týpa á facebook. sem segir: hvenær kemurðu heim. því það voru allir að spyrja að því. en ég er geðveikt fresh að segja það hér :P

Salóme Mist said...

Það vantar ekki uppákomurnar hjá þér ;)

Atli Sig said...

Í staðinn fyrir að leika í bíómyndum þarna úti þá...eh...ertu bíómynd þarna úti.

Örugglega hægt að orða þetta betur.

En bíómynd sem byrjar á tónlist með BO getur ekki verið alslæm.

Unknown said...

Leikurinn er greinilega all natural - alveg sammála því!
Þetta gerist stundum þegar maður er með tónlist í eyrunum - einsog einhver setji scene í gang þegar maður bíður uppá fína músík undir :)


Ohh ég hlakka svo til að sjá þig litla frænka og heyra sögurnar úr platheimi ! Þú ert nú ekki vön að vera með jarðbundnari manneskjum á svæðinu ;)

About us said...

Sæl fræææænkan mín! Ég skammast mín ofboðslega....var að frétta rétt áðan að þú værir með bloggsíðu. Við Arndís höfðum ekki hugmynd um það. Núna ætla ég að lesa allar færslurnar og vinna upp. Héðan í frá verð ég aðalkommentarinn!!! Ég átti svo að skila kærri kveðju frá Arndísi.

P.S. Pabbi er eitthvað sár. Hann var víst búinn að reyna að kommenta hjá þér en svo tókst það ekki af því að hann er ekki með bloggsíðu. En allir á Smáragötunni biðja að heilsa og við hlökkum til að sjá þig.