Monday, November 26, 2007

Myndatakan..





Fór í myndatöku um daginn, hélt að ég myndi deyja! En tókst einhern veginn að lifa það af. Finnst svona "head shots" mega asnalegt og ætlaði mér ekki að láta undan, ég er algjör aumingi.

Mér var skipað að fara og sagði bara já og amen, líkt heilaþveginn hvolpur. Studíóið er staðsett í Beverly Hills, sem er svo sem ekkert svo langt í burtu frá mér, ef ég væri á bíl! En enginn bíll þessa vikuna og strætókerfið hérna er ömurlegt, tók mig án gríns þrjá og hálfan tíma að komast þangað.

Komst þangað samt á endanum! Þreytt og hrædd, enda hræðist ég myndatökur meira en allt. Herra Guy (í alvörunni það er nafnið hans!) var svo sem voða indæll, en vildi samt að ég hefði fengið mér nokkur staup fyrir komu mína þangað. Það hefði kannski auðveldað margt.

Myndatakan sjálf tók endalaust langan tíma, eða það fannst mér. Svo var að komast til baka, til Sherman Oaks, reyndi að muna hvernig ég komst þangað til að byrja með..já þetta var í fyrsta skiptið sem ég tók strætó. Þarna var ég samt með leiðbeiningar að stúdíóinu en engar aftur heim. Fokk! Ákvað að reyna fara bara sömu leið til baka, endaði með því að ég var kominn til Santa Monica öðru nafni West Hollywood, ein seint að kvöldi.

Hringdi heim og fékk vinnufélaga leiganda minns til að koma sækja mig, sem tekur nokkuð langan tíma á þessum tíma. Og þar sem mér var ískalt ákvað ég að finna kaffihús en það voru engin. Eingöngu barir, gay barsir Endaði á svaka trúnó með fimmtugum homma, eftir aðeins og marga kokteila. Fram vegis fer ég bara á gay bari!

Saturday, November 24, 2007

Hin fyrsta þakkargjörðarhatið.


Löng helgi, hálf lömuð, enda bæði útblásinn og símalaus...Þakkargjörðarhátíð eða "thanksgiving" líkt og kaninn kallar það var núna síðastliðinn fimmtudag. Risa matarboð heima hjá mér, mest megnis pólverjar, nokkrir ameríkanar og örfáir íslendingar. Var eitthvað búinn að vera stressa mig á þvi að elda kalkúninn sem reyndis svo talsvert minna mál en ég hafði áætlað sökum þess að allt í Ameríkunni er hálftilbúið, þarf varla að hita hlutina. Inn í mikró, hókus pókus - steikinn er tilbúinn elskan!

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég stórgölluð og má ekki/ get ekki fengið hina ýmsu hluti., líkt og mjólkurvörur, glútein sem er náttúrulega í öllu, fisk, næstum allar sjávarafurðir, ákveðinn krydd og svona gæti ég lengi haldið áfram. Snillingurinn ég ákvað að gleyma þessu í einn dag, halda almennilega áthátíð í tilefni fjöldamorða indjánanna.

Jú, jú, fæ mér bara vel á diskinn, kalkún, skinku, fyltan kalkún, sætarkartöflur, grænmeti, salat, öðruvísi kartöflur, trönuberjasósu, brúna sósu, ofnabakaðar kartöflur ofl. drasl. Innan við átta mínutum eftir að hafa sest niður og byrjað á kræsingunum, bólgnar ungfrúin á met tíma, fær eitt geimveru barn(sirka 6 mánaða meðgöngutíma á minna en mín) Afsakar sig og er ælandi það sem eftir er kvöldsins...krúttlegt!