
Löng helgi, hálf lömuð, enda bæði útblásinn og símalaus...Þakkargjörðarhátíð eða "thanksgiving" líkt og kaninn kallar það var núna síðastliðinn fimmtudag. Risa matarboð heima hjá mér, mest megnis pólverjar, nokkrir ameríkanar og örfáir íslendingar. Var eitthvað búinn að vera stressa mig á þvi að elda kalkúninn sem reyndis svo talsvert minna mál en ég hafði áætlað sökum þess að allt í Ameríkunni er hálftilbúið, þarf varla að hita hlutina. Inn í mikró, hókus pókus - steikinn er tilbúinn elskan!
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég stórgölluð og má ekki/ get ekki fengið hina ýmsu hluti., líkt og mjólkurvörur, glútein sem er náttúrulega í öllu, fisk, næstum allar sjávarafurðir, ákveðinn krydd og svona gæti ég lengi haldið áfram. Snillingurinn ég ákvað að gleyma þessu í einn dag, halda almennilega áthátíð í tilefni fjöldamorða indjánanna.
Jú, jú, fæ mér bara vel á diskinn, kalkún, skinku, fyltan kalkún, sætarkartöflur, grænmeti, salat, öðruvísi kartöflur, trönuberjasósu, brúna sósu, ofnabakaðar kartöflur ofl. drasl. Innan við átta mínutum eftir að hafa sest niður og byrjað á kræsingunum, bólgnar ungfrúin á met tíma, fær eitt geimveru barn(sirka 6 mánaða meðgöngutíma á minna en mín) Afsakar sig og er ælandi það sem eftir er kvöldsins...krúttlegt!
7 comments:
Djöfull ertu fokking fötluð, maður. Ég skil ekkert í þessu með bréfið, ég skrifaði meira að segja endursendingarheimilisfangið aftan á og allt.
jedúddamía. ertu búin að losa þig við geimverubarnið?
já til hamingju með fyrstu færsluna...
Veit ekki hvað þið eruð að tala um með bréfið en ég veit allavega að ameríska póstþjónustan er ekki sú besta í heimi í mínum huga...
Sísí er að fríka út
Fokk Finnur! það er ekki mér að kenna að ég sé fötluð, það er mömmu að kenna, alltaf allt mömmu að kenna! Það er búinn að vera löng helgi, semi frí frá miðvikudegi til dagsins í dag. Svo vonandi fæ ég bréf á morgun! En ég er búinn að skrifa þér, á bara eftir að senda það það er ekkert grín að finna pósthús hér í bæ.
Geimverubarnið er næstum farið, er þó eitthvað að reyna lengja dvölinni. Ekki alveg nóg of ánægð með það.
fríka út? ha? ég? aldrei,haha..
Ég sé fyrir mér "Chest-bursting" atriðið í Alien...
Post a Comment